Húðflúr


Hafþór
Hafþór sérhæfir sig í black and grey, realism og portrett með dass af litum.


ingi
Ingi sérhæfir sig í nútíma fantasy art og norrænni goðafræði með áherslu á lituð flúr frekar en black and grey.


Konrad
Konrad prefers realistic color but can work in black and white, dotwork, or cartoons.

Umhirða
Umbúðir
Við á Bleksmiðjunni notumst langoftast við “Second Skin”, sem er plastfilma/plástur, sem haft er á nýja flúrinu í upp undir 4 daga. Second Skin auðveldar gróunarferlið til muna, og í sumum tilfellum flýtir það jafnvel fyrir gróunartímanum.
Eðlilegt er að það myndist vökvi undir filmunni, en ef vökvinn er mikill er gott að taka filmuna af, eins ef að filman byrjar að losna af flúrinu.
Mörgum finnst auðveldast að fjarlægja filmuna í sturtu eða undir volgu, rennandi vatni. Gott er að nota svo milda sápu og hreinsa flúrið varlega. Hægt er að kaupa sápu hjá okkur frá Tattoo Goo eða Recovery.
Alls ekki kippa filmunni af eða toga hana harkalega af, það gæti skemmt flúrið.
Það er í lagi að fara í sturtu með filmuna á, en gott er að passa að vatnið sé ekki of heitt.

Tattoo Goo Sápa
2.500 kr.
umhirða
Eftir að Second Skin filman er tekin af og búið er að skola flúrið, skal bera þunnt lag af góðu kremi á svæðið, 2-4 sinnum á dag (eða eftir þörfum). Það skiptir miklu máli að halda góðum raka í húðinni á meðan flúrið er að gróa.
Við mælum alltaf með að notuð séu krem eru sérstaklega hönnuð fyrir húðflúr.
Hjá okkur fást vinsælu vörunar frá Tattoo Goo, en kremið frá þeim hefur reynst okkur og kúnnunum okkar mjög vel á ný og gróandi flúr, í þónokkur ár.
Einnig erum við með sérstaka sápu frá Tattoo Goo sem er gott að nota á ný flúr, þar sem hún er bæði mild og bakteríudrepandi, en það er einnig hægt að nota Neutral sápu.
Það er mikilvægt að muna: Alls ekki klóra eða kroppa í gróandi flúr.

Tattoo Goo
2.000 kr.
hvenær má fara í sund, gufu eða bað?
Við mælum með því að sleppa sundferðum, gufu, baði og heitum pottum á meðan nýja flúrið þitt er að gróa.
Gróunartími er mismunandi hjá fólki, en lang oftast eru flúr fullgróin á 3-4 vikum.
Það er sjálfsagt mál að fara í sturtu, meira að segja með Second Skin filmuna.
hvað með líkamsrækt, sól eða ljósabekki?
Ef þú ert með stórt flúr, er gott að geyma líkamsrækt fyrstu dagana, eða á meðan Second Skin filman er á.
Með lítil flúr er hinsvegar í lagi að stunda líkamsrækt, þess vegna daginn eftir, en best er að meta það sjálf/ur/t.
Forðast skal sól og ljósabekki í að minnsta kosti 4 vikur eftir flúr. Eftir þann tíma mælum við með Balm Tattoo Sunblock 75, sem er sérhönnuð sólarvörn fyrir flúr og flúrumhirðu. Sólarvörnin er 50 SPF+ og inniheldur panthenol.

Balm Tattoo Sólarvörn
2500kr.
Algengar spurningar – Húðflúr
hvernig bóka ég tíma í flúr?
Við mælum með því að fólk kynni sér vel flúrarana og hvernig stíl/verk þeir hafa verið að gera áður en tími er bókaður. Hægt er að skoða flúrarana nánar hér á síðunni okkar. Á síðu hvers og eins flúrara eru upplýsingar um hvernig er best að hafa samband og bóka tíma.
Við fáum einnig reglulega til okkar gestaflúrara að utan, sem eru auglýstir á Instagram og Facebook.
Einnig er hægt að hringja í okkur til að fá frekari upplýsingar eða ráðgjöf í síma 823-5757.
hvað kosta flúr?
Startgjaldið á stofunni er 18.000kr.
Lítil flúr geta kostað allt frá 20.000kr – 50.000kr
Miðlungs stærð af flúrum geta kostað frá 45.000kr – 80.000kr
Stór flúr, sem taka að minnsta kosti 4-6 tíma eru þá að kosta 80.000kr – 120.000kr.
Fyrir stærri verk, eins og ermar, skálmar eða stór bakflúr, er best að ræða verð við flúrarann þinn.
Flúrararnir okkar eru oftast að rukka 120.000kr – 150.000kr fyrir heila daga (6+ tímar).
Einnig er hægt að hringja í okkur til að fá frekari upplýsingar eða ráðgjöf í síma 823-5757, á opnunartíma stofunnar.
er aldurstakmark í flúr?
Við á Bleksmiðjunni flúrum ekki einstaklinga yngri en 18 ára.