Götun

Diljá Líf

Diljá Líf

Diljá er gatarinn okkar á Bleksmiðjunni. Hún byrjaði sem shop manager hjá okkur í lok 2021, en byrjaði svo að gata í byrjun 2022, og hefur séð um allar gatanir og rekstur stofunnar síðan þá.
Diljá hefur mikinn metnað fyrir sinni vinnu, og leggur sig alla fram við að gera upplifun viðskiptavina sem þægilegasta.

Hægt er að bóka tíma hjá Diljá í gegnum Noona, en einnig mælum við með að fylgjast með henni á Instagram.






Umhirða

Rétt umhirða skiptir miklu máli
  • Mikilvægast er að halda nýju eða gróandi gati hreinu.
    Það eina sem þarf til að hreinsa göt er steríl saltvatnslausn sem inniheldur 0.09% natríumklóríð, en aðrar saltvatnsvörur geta verið of sterkar fyrir húðina og þar af leiðandi ert gatið.
    NeilMed spreyið er mjög þægilegt í notkun, en gott er að spreyja létt yfir gatið og þerra varlega eftirá með grisju (einnig er hægt að nota hárblásara á kaldri stillingu).
  • Best að hreinsa ný göt 1-2x á dag, t.d. kvölds og morgna.
  • Lokkastytting er mjög mikilvægur partur af góðu gróunarferli. Þegar mesta bólgan hefur gengið niður er mælum við með að koma aftur og fá styttri lokk. Það kemur í veg fyrir óþarfa ertingu og einfaldar yfir gróunarferlið.
Product Image

NeilMed Saltvatn

2.000 kr. – 3.000 kr.

Hvað skal forðast
  • Við mælum með að sleppa sundi, heitum pottum, gufu og ljósabekkjum í að minnsta kosti 3-6 vikur eftir götun.
  • Alls ekki nota spritt, vetnisperoxíð eða önnur hörð efni á eða í kringum gróandi gat.
  • Ekki nota farða, andlits- eða líkamskrem, sólavörn, andlitshreinsi eða ilmvatn í kringum gróandi gat.
  • Bómull og eyrnapinna ætti ekki að nota á ný göt, þar sem bómullartrefjar geta fest í sárinu eða lokknum, og valdið ertingu.
  • Ef þú ert með nýtt eða gróandi gat í brjóski, þarf að passa upp á að liggja ekki á þeirri hlið sem gatað var. Annars er hætta á því að gatið grói skakkt.
  • Gott er að forðast að snerta eða hreyfa lokkinn, þar sem öll erting getur lengt gróunarferlið til muna.
Gat í vör / Tungu
  • Fyrir gat í vör er best að nota saltvatnlausnina 1-2x á dag, en einnig þarf að hreinsa göt í munni með viðeigandi munnskoli.
  • Hjá okkur er hægt að kaupa munnskol frá Recovery sem er sérstaklega gert fyrir göt í munni. Munnskolið inniheldur ekkert alkóhól og er með mildu piparmintu bragði.
Product Image

NeilMed Saltvatn

2.000 kr. – 3.000 kr.

Gróunartími
Eyrnasneplar: 3-6+ mánuðir Brjósk: 6-12+ mánuðir Industrial: 9-12+ mánuðir
Nasir: 6-9+ mánuðir Septum: 3-6+ mánuðir Bridge: 6+ mánuðir
Augabrúnir: 3-6+ mánuðir Varir: 3-6+ mánuðir Tunga: 3-6+ mánuðir
Nafli: 6-9+ mánuðir Geirvörtur: 6-9+ mánuðir

algengar spurningar – að bóka götun

hvað kostar að fá sér gat?

Eyrnasnepill / lobe: 1x 3.000kr, 2x 5.000kr
Helix: 6.000kr
Flat helix: 6.000kr
Conch: 6.000kr
Forward helix: 6.000kr
Tragus: 6.000kr
Rook: 6.000kr
Daith: 6.000kr
Snug: 7.000kr
Anti Tragus: 7.000kr
Industrial: 8.000kr

Nös / nostril: 5.000kr
Septum: 8.000kr
Augabrún / eyebrow: 6.000kr
Bridge: 8.000kr

Tunga / tongue: 7.000kr
Smiley: 5.000kr
Labret: 1x 7.000kr, 2x 12.000kr
Vertical labret: 7.000kr
Medusa / Monroe: 7.000kr
Ashley: 7.000kr
Angel Fangs: 13.000kr

Nafli / navel: 6.000kr
Geirvarta / nipple: 1x 7.000kr, 2x 10.000kr
Surface: 15.000kr (skart er innifalið)

Aðstoð gatara / lokkaskipti / downsizing: 1.000kr-5.000kr

Ef hætt er við götun þarf að greiða 2.500kr fyrir efniskostnað.

Skart er ekki innifalið í þessum verðum, en lokkarnir kosta frá 2.000kr.
Vinsamlegast athugið að við notum einungis skart frá okkur, sem búið er að dauðhreinsa.

er aldurstakmark í götun?

Einstaklingar undir 18 ára þurfa að koma í fylgd foreldris, það er ekki nóg að foreldri hringi á facetime.

Það er þó aldurstakmark á öllum andlits- og líkamsgötum, sem gilda þó svo að einstaklingur sé í fylgd foreldris.

Við götum ekki börn undir 4 ára, engar undantekningar.

má ég taka einhvern með mér?

Það er leyfilegt að taka einn aðila með sér inn í götunarrýmið.

þarf að bóka tíma eða eruði með walk in?

Tímabókanir fara fram í gegnum Noona, en við bjóðum einnig upp á walk-ins frá 12:00-16:00.

Við mælum hinsvegar alltaf með því að bóka tíma, þar sem biðtíminn í walk-in getur orðið frekar langur, og ekki er alltaf hægt að tryggja að fólk komist að, sé það ekki með bókaðan tíma.

hver er opnunartíminn hjá ykkur?

Það er opið hjá okkur mánudaga – laugardaga, frá 10:00-16:00

nýjustu götin frá Bleksmiðjunni