Götun
Diljá Líf
Diljá er gatarinn okkar á Bleksmiðjunni. Hún byrjaði sem shop manager hjá okkur í lok 2021, en byrjaði svo að gata í byrjun 2022, og hefur séð um allar gatanir og rekstur stofunnar síðan þá.
Diljá hefur mikinn metnað fyrir sinni vinnu, og leggur sig alla fram við að gera upplifun viðskiptavina sem þægilegasta.
Hægt er að bóka tíma hjá Diljá í gegnum Noona, en einnig mælum við með að fylgjast með henni á Instagram.
algengar spurningar – Götun og umhirða
Gat í húð
Í sumum tilfellum er hægt að koma eftir 4-6 vikur og fá styttri lokk, en það á alls ekki við um öll göt, hægt er að ræða það betur við gatara.
Forðast skal sund, bað og gufu á meðan gatið er að gróa.
NeilMed Saltvatn
2.500 kr. – 3.000 kr.
Gat í tungu
Ef tungan bólgnar mikið, er gott að taka bólgueyðandi lyf (t.d. Íbúfen) til að ná bólgunni niður. Frá byrjun er mælt með að skola munninn 2-3x á dag með sótthreinsandi munnskoli (t.d. Corsodyl) í að minnsta kosti 2 vikur.
Eftir 3-4 vikur er oftast hægt að skipta í styttri lokk, og mælum við með að það sé gert af gatara. Forðast skal neyslu áfengis, vímuefna og reykingar/nikótín fyrstu 10-14 dagana, þar sem það lengir gróunarferlið. Forðast skal að fikta í lokknum að óþörfu og/eða þróa með sér kæki
(t.d að bíta í lokkinn), því öll erting lengir gróunarferlið.
Gat í vör
Notist við steríla saltvatnslausn til að hreinsa gatið að utanverðu, 2x á dag, allavega fyrstu 6 vikurnar. Best er að skola munninn 2-3x á dag með sótthreinsandi munnskoli (Corsodyl) allavega fyrstu 2 vikurnar. Eftir 3-4 vikur er oftast hægt að skipta í styttri lokk, og mælum við með að það sé gert af gatara. Forðast skal neyslu áfengis, vímuefna og reykingar/nikótín fyrstu 10-14 dagana, þar sem það lengir gróunarferlið. Forðast skal að fikta í lokknum að óþörfu, því öll erting lengir gróunarferlið
NeilMed Saltvatn
2.500 kr. – 3.000 kr.
Gróunartími gata
Eyrnasneplar: 3+ mánuðir | Brjósk: 6-9+ mánuðir | Industrial: 9-12+ mánuðir |
Nasir: 6+ mánuðir | Septum: 3-6+ mánuðir | Bridge: 3-6+ mánuðir |
Augabrúnir: 3-6+ mánuðir | Varir: 3-6+ mánuðir | Tunga: 3-6+ mánuðir |
Nafli: 6-9+ mánuðir | Geirvörtur: 6-9+ mánuðir |
algengar spurningar – að bóka götun
hvað kostar að fá sér gat?
Eyrnasnepill / lobe: 1x 5.000kr, 2x 9.000kr
Helix: 8.000kr
Flat helix: 8.000kr
Conch: 8.000kr
Forward helix: 10.000kr
Tragus: 10.000kr
Rook: 10.000kr
Daith: 10.000kr
Snug: 10.000kr
Anti Tragus: 10.000kr
Industrial: 12.000kr
Nös / nostril: 8.000kr
Septum: 10.000kr
Augabrún / eyebrow: 9.000kr
Bridge: 10.000kr
Tunga / tongue: 10.000kr
Smiley: 7.000kr
Labret: 1x 9.000kr, 2x 15.000kr
Vertical labret: 9.000kr
Medusa / Monroe: 9.000kr
Nafli / navel: 9.000kr
Geirvarta / nipple: 1x 9.000kr, 2x 17.000kr
Aðstoð gatara / lokkaskipti / downsizing: 1.000kr-5.000kr
Skart er innifalið, en fyrir sum göt er einnig hægt að velja úr lokkum sem kosta aukalega.
er aldurstakmark í götun?
Einstaklingar undir 18 ára þurfa að koma í fylgd foreldris, ekki er nóg að foreldri hringi.
Við götum ekki börn undir 4 ára.
má ég taka einhvern með mér?
Það má ein manneskja koma og vera með manneskju á meðan það er gatað.
þarf að bóka tíma eða eruði með walk in?
hver er opnunartíminn hjá ykkur?
Það er opið hjá okkur mánudaga – laugardaga, frá 10:00-16:00
hvenær má ég fara í sund/gufu/bað?
Ekki er mælt með því að fara í sund/ gufu/ bað fyrr 2-3 vikum eftir götun. Þetta gildir um öll piercing.