Götun og umhirða:

Mjög mikilvægt er að halda nýja gatinu hreinu og þarf að hreinsa það 2 sinnum á dag. Áður en byrjað er að hreinsa gatið skal þvo sér vel um hendurnar svo ekki berist bakteríur í sárið. Til að þrífa gatið mælum við með Balm Piercing Aftercare eða mildri sápu (Balm Gel) & þrífa með því vel í kringum gatið og lokkinn sjálfan. Þetta verður að gera þar til gatið er alveg gróið. Forðast skal að fikta í lokknum og helst að reyna snerta gatið sem minnst utan þess tíma sem það er þrifið, öll erting getur lengt gróunarferlið.

Gott er að taka strax bólgueyðandi verkjalyf (t.d íbúfen) til að halda bólgunni niðri. Frá byrjun þarf að skola munninn 2 sinnum á dag með sótthreinsandi munnskoli í 10 daga. Eftir 3-4 vikur má skipta yfir í minni lokk og við mælum með því að það sé gert af gatara . Gott er að athuga reglulega hvort kúlan sé föst á og ef ekki þá er gott að herða hana. Forðast skal neyslu áfengis og vímuefna í a.m.k 10 daga Forðast skal reykingar og munntóbak í a.m.k 10 daga Forðast skal að fikta í lokknum að óþörfu og/eða þróa með sér kæki (t.d að bíta í lokkinn með tönnunum) og gott er að muna að öll erting getur lengt gróunarferlið.

Við mælum með að þrífa gatið að utanverðu með Balm piercing aftercare og nota sótthreinsandi munnskol 2-3 sinnum á dag í 10-15 daga. Gott er að reyna að fikta sem minnst í lokknum því öll erting getur lengt gróunarferlið og komið af stað vandamálum, auk þess sem tennur geta skemmst ef mikið er verið að fikta í lokknum með tönnunum (algengasti kækurinn). eftir 3-6 vikur má skipta yfir í minni lokk og við mælum með því að það sé gert hjá gatara þar sem gatið er ekki fullgróið á svo stuttum tíma. forðast skal neyslu áfengis og vímuefna í a.m.k 10 daga forðast skal reykingar og munntóbak í a.m.k 10 daga

(A.T.H þetta eru bara viðmið, fólk er jafn misjafnt eins og það er margt)

Nafli : 6 mánuðir // Eyrnasnepill : 6-8 vikur // Vör : 6-8 vikur // Augabrún : 6-10 vikur // Geirvarta : 5-6 mánuðir. // Nef 10-12 vikur // Tunga 6-8 vikur // Brjósk: 3-6 mánuðir

Algengar spurningar:

Eyrnasnepill / lobe: 1x 5.000kr, 2x 9.000kr
Helix: 8.000kr
Flat helix: 8.000kr
Conch: 8.000kr
Forward helix: 10.000kr
Tragus: 10.000kr
Rook: 10.000kr
Daith: 10.000kr
Snug: 10.000kr
Industrial: 12.000kr

Nös / nostril: 8.000kr
Septum: 10.000kr
Augabrún / eyebrow: 9.000kr
Bridge: 10.000kr

Tunga / tongue: 10.000kr
Smiley: 7.000kr
Labret: 1x 9.000kr, 2x 15.000kr
Vertical labret: 9.000kr
Medusa / Monroe: 9.000kr

Nafli / navel: 9.000kr
Geirvarta / nipple: 1x 9.000kr, 2x 17.000kr
Aðstoð gatara / lokkaskipti / downsizing: 1.000kr-5.000kr

Þessi listi er ekki tæmandi, ef þú hefur í huga að fá þér piercing sem er ekki á listanum endilega spurðu.

Einstaklingar undir 18 ára aldri þurfa að koma í fylgd foreldris/forráðamanns.

Af gefnu tilefni viljum við benda á að það er ekki nóg að foreldri/forráðamaður hringi.

Við götum ekki börn sem eru yngri en 4 ára.

Það má ein manneskja koma og vera með manneskju á meðan það er gatað.

Walk-in er í boði frá kl 12:00 til 15:45 alla daga nema Sunnudaga, einnig er hægt að bóka tíma.

Opnunartími Bleksmiðjunnar er frá 10:00-16:00 mánudaga til laugardaga. Lokað á sunnudögum.

Ekki er mælt með því að fara í sund/ gufu/ bað fyrr 2-3 vikum eftir götun. Þetta gildir um öll piercing.

Ef upp koma vandamál eða spurningar er best að hafa samband við bleksmiðjuna í síma 8235757 eða senda skilaboð á Bleksmiðjan Piercing á facebook.

Af gefnu tilefni vörum við sérstaklega við því að biðja um ráð á netinu (t.d á facebook hópum) svörin þar eru misjöfn eins og þau eru mörg og Bleksmiðjan getur ekki tekið ábyrgð á vandamálum sem gætu komið upp í kjölfarið á að farið er eftir ráðum sem koma ekki frá okkur..

Bleksmiðjan

Piercing

Diljá

Diljá

Diljá gerir flestar tegundir gatana.
Sjá nánar