Húðflúr og umhirða:

Plastumbúðir má fjarlægja eftir 2-5 klst., gervihúð má standa í 1-3 daga ef það hefur ekki safnast mikill vökvi undir hana. Eftir að búið er að fjarlægja umbúðir mælum við með því að skola flúrið með volgu vatni og nota Balm Gel. Hefbundnar sápur innihalda ilmefni og sölt sem geta þurrkað húðina. Balm Gelið er sérstaklega hannað fyrir flúrumhirðu og inniheldur panthenol, sem er bæði sótthreinsandi og græðandi.

Bera skal þunnt lag af kremi á flúrið 3-5 sinnum á dag, eða eftir þörfum. Aðalatriðið er að halda góðum raka í húðinni. Passa skal að hafa hreinar hendur þegar kremið er borið á. Flúrarar Bleksmiðjunnar mæla með Balm Tattoo kremi, en það inniheldur panthenol, sem er bæði sótthreinsandi og græðandi.

ATH – Alls ekki kroppa í flúrið á meðan það er að grær.

Ekki er mælst til þess að fólk fari í sund, gufu eða ofan í bað/heita potta í 3-4 vikur eftir flúr. Þetta miðast við meðal og stór flúr helst.

Fyrir lítil flúr td texta eða tákn getur verið nóg að bíða 2 vikur.

Forðast skal sól og ljósabekki í 4 vikur eftir flúr. Eftir þann tíma mælum við með Balm Tattoo Sunblock 75, sem er sérhönnuð sólarvörn fyrir flúr og flúrumhirðu. Sólarvörnin er 50 SPF+ og inniheldur panthenol.

Algengar spurningar:

Við mælum með því að fólk kynni sér vel flúrarana og hvernig stíl/verk þau hafa verið að gera áður en tími er bókaður. Hægt er að skoða flúrarana nánar hér á síðunni okkar. Á síðu hvers og eins flúrara eru upplýsingar um hvernig er best að hafa samband við þá og bóka tíma.

Einnig er hægt að hringja í okkur til að fá frekari upplýsingar eða ráðgjöf í síma 823-5757.

Verð á flúrum fara almennt eftir stærð flúrsins og tímanum sem það tekur að flúra. Almennt má gera ráð fyrir því að klukkutíminn í stórum flúrum kosti 20.000-25.000kr. Eftirfarandi listi er viðmið:

Lítil flúr – Geta kostað á bilinu 18-30 þúsund. Þetta gæti td verið lítill texti, tákn eða annað sem hægt er að flúra á innan við klukkutíma.

Miðlungs flúr – Geta kostað á bilinu 35-65 þúsund.

Stór flúr – Geta kostað á bilinu 90-120 þúsund.

Stærri verk eins og td ermar, bak eða annað má gera ráð fyrir að taki nokkur heils dags session. Til þess að fá nákvæmari verð er hægt að hafa samband við sinn flúrara og óska eftir verðtilboði.

 

Að gefnu tilefni viljum við taka fram að við flúrum ekki einstaklinga undir 18 ára aldri, engar undantekningar.

Af sóttvarnarástæðum leyfum við ekki gesti með inn fyrir afgreiðslu.

Þeir sem eru að koma í flúr eru beðnir að koma einir til þess að takmarka fjölda einstaklinga inni á stofunni.

Ef upp koma vandamál eða spurningar er best að hafa samband við Bleksmiðjuna í síma 823-5757 á opnunartíma stofunnar.

Af gefnu tilefni vörum við sérstaklega við því að biðja um ráð á netinu (t.d á facebook hópum) svörin þar eru misjöfn eins og þau eru mörg og Bleksmiðjan getur ekki tekið ábyrgð á vandamálum sem gætu komið upp í kjölfarið á að farið er eftir ráðum sem koma ekki frá okkur.

Bleksmiðjan

Flúrararnir okkar

Hafþór

Hafþór

Hafþór sérhæfir sig í black and grey, realism og portrett með dass af litum.
Sjá nánar
Konrad

Konrad

Dagur sérhæfir sig í black and grey, realisma, japönskum stíl og old school traditional.
Sjá nánar
Ingi

Ingi

Ingi sérhæfir sig í nútíma fantasy art og norrænni goðafræði með áherslu á lituð flúr frekar en black and grey.
Sjá nánar